BBC greinir frá því að lík hennar hafi verið vafið plasti og fundist í strandbænum Rosarito, suður af Tijuana.
Tilkynnt var um hvarf Ibarra í síðasta mánuði og taldi fjölskylda hennar víst að henni hafi verið rænt. Ekki liggur fyrir um ástæður morðsins, en lögregla telur ólíklegt að það tengist störfum hennar innan knattspyrnunnar.
Talið er að hún hafi verið myrt á föstudag, en lík hennar fannst á mánudag.
Síðustu misserin hafði Ibarra unnið fyrir velgjörðarfélag sem aðstoðaði ungar knattspyrnukonur fjárhagslega þannig að þær geti farið á reynslu til stærri félaga.
me duele mucho saber que ya no estás con nosotros☹️me quedo con todos los bonitos momentos que viví contigo y por todo lo que hiciste por mi, te estaré eternamente agradecida,eres la mejor amiga,la mejor tía y la mejor entrenadora!Te quiero muchísimo❤️descansa en paz @maribarra6pic.twitter.com/9CVAdNaziD
— fabiola ibarra (@fabibarra0) October 17, 2018