Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 21:18 Tvö félag hafa dregið sig úr sameiningarviðræðunum. Fréttablaðið/Eyþór Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa slitið sig frá sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórnarfélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjómannafélaganna tveggja en þar segir að í fréttum undanfarna daga hafi komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðabókum sjómannafélagsins. „Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast,“ segir í yfirlýsingunni frá sjómannafélögunum tveimur. Vísir hefur fjallað um ólgu innan Sjómannafélags Íslands sem tengist framboði sjómannsins Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns stjórnar félagsins. Sitjandi formaður Jónas Garðarsson hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér. Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega hafi verið sett fram tilkynning á vef félagsins sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telja hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Jónas mun sitja út árið 2019 sem formaður en þá mun nýr formaður og ný stjórn taka við sem verður kosin í desember. Jónas leiddi sameiningarviðræður sjómannafélaganna til að fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Gangi þær viðræður eftir mun ný stjórn Sjómannafélags Íslands ekki taka við, því kjósa þarf um nýja stjórn sameinuðu félaganna. Stjórn Sjómannafélagsins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist harma alvarlegar ásakanir í garð félagsins og er Heiðveig María sögð vega að æru félagsins og allra þeirra sem koma að rekstri og stjórn félagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa slitið sig frá sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórnarfélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjómannafélaganna tveggja en þar segir að í fréttum undanfarna daga hafi komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðabókum sjómannafélagsins. „Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast,“ segir í yfirlýsingunni frá sjómannafélögunum tveimur. Vísir hefur fjallað um ólgu innan Sjómannafélags Íslands sem tengist framboði sjómannsins Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns stjórnar félagsins. Sitjandi formaður Jónas Garðarsson hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér. Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega hafi verið sett fram tilkynning á vef félagsins sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telja hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Jónas mun sitja út árið 2019 sem formaður en þá mun nýr formaður og ný stjórn taka við sem verður kosin í desember. Jónas leiddi sameiningarviðræður sjómannafélaganna til að fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Gangi þær viðræður eftir mun ný stjórn Sjómannafélags Íslands ekki taka við, því kjósa þarf um nýja stjórn sameinuðu félaganna. Stjórn Sjómannafélagsins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist harma alvarlegar ásakanir í garð félagsins og er Heiðveig María sögð vega að æru félagsins og allra þeirra sem koma að rekstri og stjórn félagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19
Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03