Tindátaleikur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2018 11:00 Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun