Öflugra dagforeldrakerfi Skúli Helgason skrifar 18. október 2018 07:00 Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla með fjölgun leikskólarýma fyrir börn yngri en 18 mánaða og hins vegar eflingu dagforeldakerfisins sem hefur verið mikilvægur valkostur fyrir marga foreldra á undanförnum áratugum. Við settum á fót starfshóp í fyrra til að vinna að eflingu dagforeldakerfisins og nú höfum við samþykkt í skóla- og frístundaráði fjölmargar aðgerðir sem byggja á einstökum tillögum starfshópsins að hluta eða öllu leyti. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna, auka öryggi hennar og fjölga dagforeldrum. Við leggjum áherslu á jákvæða hvata sem grundvallaraðferðafræði og borgin er tilbúin að leggja sitt af mörkum við að fjölga dagforeldrum með því m.a. að taka upp stofnstyrk fyrir nýja dagforeldra, auka námsstyrki og faglegan stuðning við dagforeldra, bæta eftirlit og ráðgjöf og taka upp ytra mat byggt á fyrirliggjandi gæðaviðmiðum. Þá hækka niðurgreiðslur um 15% sem er mesta hækkun í einu skrefi á undanförnum árum. Alls hafa niðurgreiðslur til dagforeldra þá hækkað um nærri 38% frá árinu 2015 sem er talsvert umfram verðbólgu og yfir meðalhækkun launa. Ein veigamesta aðgerðin sem nú er lögð til er að borgin leggi sitt af mörkum til að auka öryggi þjónustunnar með því að stíga fyrsta skrefið í að leggja þeim dagforeldrum til húsnæði sem starfa tveir saman. Miðað er við að eitt starfandi dagforeldri og eitt nýtt starfi saman og í fyrsta áfanga verði lögð fram þrjú hús á þremur stöðum. Það er vilji borgarinnar að dagforeldrar starfi í auknum mæli tveir saman og það er góðu heilli þróun sem er hafin í talsverðum mæli því tæplega helmingur dagforeldra starfar með öðrum. Það eykur öryggi og gæði þjónustunnar, dregur úr áhyggjum foreldra og skýtur frekari stoðum undir starfsemi dagforeldra sem mikilvægrar þjónustu við ungbarnafjölskyldur í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla með fjölgun leikskólarýma fyrir börn yngri en 18 mánaða og hins vegar eflingu dagforeldakerfisins sem hefur verið mikilvægur valkostur fyrir marga foreldra á undanförnum áratugum. Við settum á fót starfshóp í fyrra til að vinna að eflingu dagforeldakerfisins og nú höfum við samþykkt í skóla- og frístundaráði fjölmargar aðgerðir sem byggja á einstökum tillögum starfshópsins að hluta eða öllu leyti. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna, auka öryggi hennar og fjölga dagforeldrum. Við leggjum áherslu á jákvæða hvata sem grundvallaraðferðafræði og borgin er tilbúin að leggja sitt af mörkum við að fjölga dagforeldrum með því m.a. að taka upp stofnstyrk fyrir nýja dagforeldra, auka námsstyrki og faglegan stuðning við dagforeldra, bæta eftirlit og ráðgjöf og taka upp ytra mat byggt á fyrirliggjandi gæðaviðmiðum. Þá hækka niðurgreiðslur um 15% sem er mesta hækkun í einu skrefi á undanförnum árum. Alls hafa niðurgreiðslur til dagforeldra þá hækkað um nærri 38% frá árinu 2015 sem er talsvert umfram verðbólgu og yfir meðalhækkun launa. Ein veigamesta aðgerðin sem nú er lögð til er að borgin leggi sitt af mörkum til að auka öryggi þjónustunnar með því að stíga fyrsta skrefið í að leggja þeim dagforeldrum til húsnæði sem starfa tveir saman. Miðað er við að eitt starfandi dagforeldri og eitt nýtt starfi saman og í fyrsta áfanga verði lögð fram þrjú hús á þremur stöðum. Það er vilji borgarinnar að dagforeldrar starfi í auknum mæli tveir saman og það er góðu heilli þróun sem er hafin í talsverðum mæli því tæplega helmingur dagforeldra starfar með öðrum. Það eykur öryggi og gæði þjónustunnar, dregur úr áhyggjum foreldra og skýtur frekari stoðum undir starfsemi dagforeldra sem mikilvægrar þjónustu við ungbarnafjölskyldur í borginni.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar