Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 14:30 Blaðamenn virða fyrir sér hin dýrkeyptu dönsku strá. visir/villhelm Í meðfylgjandi skjali má sjá alla reikninga sem snúa að hinni umdeildu braggabyggingu í Nauthólsvík. Kannski má segja að í heildina tekið sé helsta einkennið þeirra það að margt smátt geri eitt stórt. Mjög stórt. En, vissulega eru þar kostnaðarliðir sem vekja undrun og Vísir hefur þegar greint skilmerkilega frá. Vísir óskaði eftir þessum upplýsingum fyrir viku en að sögn Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar tók tíma að fara yfir alla reikningana að teknu tilliti til persónuverndarákvæða.Eitt dæmi um reikning úr bókhaldinu, einn kostnaðarliðurinn af ótal mörgum sem snýr að hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík. Nokkra væna reikninga frá MG-húsum má finna í bókhaldinu.Strikað hefur verið yfir reikningsnúmer en til álita kom hvort forsvaranlegt væri að gefa upp ýmis einingaverð, vegna samkeppnissjónarmiða, en niðurstaðan var sú að það er birt. Þeir lesendur sem vilja glöggva sig betur á kostnaði við bygginguna með því að skoða meðfylgjandi reikninga skulu athuga að fyrst getur að líta nokkrar blaðsíður með ýmsum tilvísunarnúmerum. Fólk ætti ekki að láta það fæla sig frá og skrolla neðar í skjalið því þar má svo sjá reikninga sem lagðir hafa verið fram vegna byggingarinnar. Reikningarnir eru fyrir misháum upphæðum, allt frá nokkrum hundrað köllum uppí milljónir. Þarna er meðal annars að finna reikninga sem taka til byggingar náðhússins og dönsku stráanna sem og reikninga fyrir rokjárnum og lömum. Ekki ætti að þurfa að orðlengja að málið hefur valdið gríðarlegri pólitískri ólgu í Reykjavík; hart hefur verið sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, einkum af þeim Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins, Vigdísi Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur Flokki fólksins. Kostnaður við endurbygginguna fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir.Tengd skjölSundurliðaðir reikningar vegna braggans í Nauthólsvík (567 síður) Braggamálið Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Í meðfylgjandi skjali má sjá alla reikninga sem snúa að hinni umdeildu braggabyggingu í Nauthólsvík. Kannski má segja að í heildina tekið sé helsta einkennið þeirra það að margt smátt geri eitt stórt. Mjög stórt. En, vissulega eru þar kostnaðarliðir sem vekja undrun og Vísir hefur þegar greint skilmerkilega frá. Vísir óskaði eftir þessum upplýsingum fyrir viku en að sögn Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar tók tíma að fara yfir alla reikningana að teknu tilliti til persónuverndarákvæða.Eitt dæmi um reikning úr bókhaldinu, einn kostnaðarliðurinn af ótal mörgum sem snýr að hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík. Nokkra væna reikninga frá MG-húsum má finna í bókhaldinu.Strikað hefur verið yfir reikningsnúmer en til álita kom hvort forsvaranlegt væri að gefa upp ýmis einingaverð, vegna samkeppnissjónarmiða, en niðurstaðan var sú að það er birt. Þeir lesendur sem vilja glöggva sig betur á kostnaði við bygginguna með því að skoða meðfylgjandi reikninga skulu athuga að fyrst getur að líta nokkrar blaðsíður með ýmsum tilvísunarnúmerum. Fólk ætti ekki að láta það fæla sig frá og skrolla neðar í skjalið því þar má svo sjá reikninga sem lagðir hafa verið fram vegna byggingarinnar. Reikningarnir eru fyrir misháum upphæðum, allt frá nokkrum hundrað köllum uppí milljónir. Þarna er meðal annars að finna reikninga sem taka til byggingar náðhússins og dönsku stráanna sem og reikninga fyrir rokjárnum og lömum. Ekki ætti að þurfa að orðlengja að málið hefur valdið gríðarlegri pólitískri ólgu í Reykjavík; hart hefur verið sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, einkum af þeim Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins, Vigdísi Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur Flokki fólksins. Kostnaður við endurbygginguna fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir.Tengd skjölSundurliðaðir reikningar vegna braggans í Nauthólsvík (567 síður)
Braggamálið Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira