Vilja stöðva sjóræningjaleiðsögn á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 09:00 Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendum ferðamönnum sé boðið upp á ófaglærða leiðsögumenn á of lágum launum. Vísir Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira