Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2018 07:15 Hafnartorg er miðpunktur ásakana á hendur RÚV. Fréttablaðið/Eyþór „Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45