Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 18:30 Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32