Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 19:15 Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér. Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér.
Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent