Logi, Rikka og Rúnar kveðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 16:56 Logi, Rúnar og Rikka eru reynslufólk á sviði fjölmiðla. K100 Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57