Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2018 11:33 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt." Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt."
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58