Þetta ástand hefur gert það að verkum að rúmlega 370 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flytja sig frá ströndinni og inn á land.
Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku.
Hurricane #Michael is now an extremely dangerous category 4 hurricane and its outer rainbands are beginning to reach the coast. This is a life-threatening event for portions of the northeastern Gulf Coast. Go to https://t.co/tW4KeGdBFb for details. pic.twitter.com/RtozXvcTE6
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 10, 2018
Samkvæmt CNN hafa einungis þriðja stigs fellibyljir náð landi á svæðinu áður. Eloise árið 1975, Opal árið 1995 og Dennis árið 2005.
Íbúar svæðisins vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komu Michael. Hins vegar óttast embættismenn að of fáir séu að yfirgefa svæðið. Fógeti Bay sýslu í Flórída segir að um þrír fjórðu íbúa hafi verið beðnir að flýja en umferðin sé í engu samræmi við það.
AP ræddi við Sally Crown sem býr í Apalachicola í Flórída. Hún ætlaði sér að koma sér fyrir heima og sagðist hafa gengið í gegnum óveður sem þessi áður.
„Þetta gæti verið mjög slæmt og alvarlegt. En samkvæmt minni reynslu er alltaf gert of mikið úr þessu.“