Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 19:20 Maður hjólar fram hjá reykspúandi orkuveri í Skopje í Makedóníu þar sem loftmengun er verst í Evrópu. Vísir/EPA Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í flestum ríkjum Evrópu og fleiri en hálf milljón íbúa álfunnar lætur lífið af völdum hennar á ári hverju. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu segir að þó að loftgæði séu smám saman að batna sé mengunin enn mun meiri en heilbrigt er talið samkvæmt viðmiðum Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skýrslan byggir á athugunum sem gerðar voru á 2.500 stöðum í Evrópu árið 2015, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á grundvelli þeirra hefur Umhverfisstofnunin hækkað mat sitt á árlegum fjölda dauðsfalla af völdum loftmengunar. Árið 2013 taldi hún að um 475.000 manns létust af völdum hennar á ári. Mengunin er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. Áætlað er að fínt svifryk (PM2,5) hafi valdið um 422.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2015. Mengunin getur valdið eða espað upp hjartasjúkdóma, astma og lungnakrabbamein. Niturdíoxíð úr bílum og miðstöðvarofnum er talið eiga þátt í 79.000 dauðsföllum og ósonmengun 17.700. Skammt er síðan evrópsk skýrsla leiddi í ljós að flest 28 ríkja Evrópusambandsins stæðust ekki markmið þess um loftgæði. Engu að síður telur Umhverfisstofnun Evrópu að ríkin hafi náð að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna svifryks um hálfa milljón á ári frá 1990. Sá árangur hafi náðst með evrópskum mengunarstöðlum og staðbundnum aðgerðum sem hafi leitt til hreinni útblásturs bíla, iðnaðar og raforkuframleiðslu. Verst er mengunin í Makedóníu þar sem styrkur PM2,5 var þrefalt hærri en í næsta landi á eftir. Austur-Evrópa stendur einnig illa sem heild, ekki síst ríki eins og Búlgaría, Pólland og Slóvakía. Búlgaría Loftslagsmál Pólland Slóvakía Umhverfismál Tengdar fréttir Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í flestum ríkjum Evrópu og fleiri en hálf milljón íbúa álfunnar lætur lífið af völdum hennar á ári hverju. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu segir að þó að loftgæði séu smám saman að batna sé mengunin enn mun meiri en heilbrigt er talið samkvæmt viðmiðum Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skýrslan byggir á athugunum sem gerðar voru á 2.500 stöðum í Evrópu árið 2015, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á grundvelli þeirra hefur Umhverfisstofnunin hækkað mat sitt á árlegum fjölda dauðsfalla af völdum loftmengunar. Árið 2013 taldi hún að um 475.000 manns létust af völdum hennar á ári. Mengunin er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. Áætlað er að fínt svifryk (PM2,5) hafi valdið um 422.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2015. Mengunin getur valdið eða espað upp hjartasjúkdóma, astma og lungnakrabbamein. Niturdíoxíð úr bílum og miðstöðvarofnum er talið eiga þátt í 79.000 dauðsföllum og ósonmengun 17.700. Skammt er síðan evrópsk skýrsla leiddi í ljós að flest 28 ríkja Evrópusambandsins stæðust ekki markmið þess um loftgæði. Engu að síður telur Umhverfisstofnun Evrópu að ríkin hafi náð að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna svifryks um hálfa milljón á ári frá 1990. Sá árangur hafi náðst með evrópskum mengunarstöðlum og staðbundnum aðgerðum sem hafi leitt til hreinni útblásturs bíla, iðnaðar og raforkuframleiðslu. Verst er mengunin í Makedóníu þar sem styrkur PM2,5 var þrefalt hærri en í næsta landi á eftir. Austur-Evrópa stendur einnig illa sem heild, ekki síst ríki eins og Búlgaría, Pólland og Slóvakía.
Búlgaría Loftslagsmál Pólland Slóvakía Umhverfismál Tengdar fréttir Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00
Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07
Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59