Stéttastríð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. október 2018 07:00 Svo sannarlega er það hlutverk verkalýðshreyfingar að beita sér fyrir því að leiðrétta kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Mikilvægt er að slíkar kröfur séu raunhæfar svo þær komi að raunverulegu gagni. Þær mega ekki snúast í höndum þeirra sem setja þær fram og leiða til þess að staða fólks sem á að hjálpa verði í engu betri en hún var, jafnvel verri. Þetta verða nýir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að hafa í huga. Þeir verða að hafa jarðsamband, en lifa ekki í draumórum um byltingu öreiganna og skjálfandi borgarastétt. Nú er niðursveifla í þjóðfélaginu, fyrirtæki standa ekki jafn vel og áður og eru að draga saman seglin. Þau mega ekki við stórauknum launakostnaði. Aukin hætta er á að verðbólgan fari á skrið, nokkuð sem almenningur má vart hugsa til. Staðan er ofurviðkvæm, eins og flestum er ljóst. Samt ekki verkalýðshreyfingunni. Því miður ber á því að hún hafi mun meiri áhuga á að fara með frasa úr Kommúnistaávarpinu en sýna ábyrgð í kröfugerðum sínum. Þannig er úr hennar ranni hvað eftir annað talað af fyrirlitningu um borgarastétt og atvinnurekendur. Þetta er talsmáti gamals tíma sem runnið hefur sitt skeið. Ekki verður annað séð en að verkalýðsforingjarnir séu að eyða mikilli orku í tilraun til að vekja upp vofu kommúnismans, sem fólkið í landinu hefur engan áhuga á að leggja lag sitt við. Það er óskandi að verkalýðsleiðtogar landsins átti sig á því að þjóðin er ekki á hnjánum grátbiðjandi um sósíalisma. Þeir eiga að hætta að stunda gamaldags baráttuaðferðir sem felast í því að skilgreina atvinnurekendur sem óvini fólksins. Þeir eru það ekki. Tilraunir til að koma á stéttastríði munu ekki takast. Almenningur er skynsamari en svo að hann láti etja sér út í slíkt. Með því er ekki sagt að allt sé í himnalagi í íslensku þjóðfélagi. Það er ólíðandi að stór hópur fólks geti ekki keypt sér húsnæði og þurfi að sætta sig við að borga okurleigu í hverjum mánuði. Sömuleiðis er fólki ætlað að sætta sig við að vextir í landinu eru alltof háir. Óþolandi er svo að horfa upp á fólk, sem er á himinháum launum, taka sér ofurbónusa án þess að blikna. Þar fer lítið fyrir samfélagsábyrgð en græðgin og skortur á sómakennd fer ekki framhjá neinum. Hið sameiginlega markmið allra, þar á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, hlýtur að vera að verðbólgudraugurinn fari ekki á stjá með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning í landinu. Sömuleiðis að atvinnuleysi fari ekki vaxandi. Í þessum málum hefur verkalýðshreyfingin ekki efni á að sýna kæruleysi, en því miður virðist hún einmitt vera að koma sér í þær stellingar. Hún setur fram óraunhæfar kröfur og ætlar í ofsafengið stéttastríð. Tilgangurinn virðist vera að valda sem mestum usla í þjóðfélaginu. Vitanlega er þjóðin ekki spurð hvað hún vill. Hinir byltingarsinnuðu verkalýðsleiðtogar eru svo sannfærðir um málstaðinn að þeim er nákvæmlega sama um vilja hennar. Satt best að segja verður ekki séð að hin nýja verkalýðsforysta sé að vinna þjóðinni mikið gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Svo sannarlega er það hlutverk verkalýðshreyfingar að beita sér fyrir því að leiðrétta kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Mikilvægt er að slíkar kröfur séu raunhæfar svo þær komi að raunverulegu gagni. Þær mega ekki snúast í höndum þeirra sem setja þær fram og leiða til þess að staða fólks sem á að hjálpa verði í engu betri en hún var, jafnvel verri. Þetta verða nýir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að hafa í huga. Þeir verða að hafa jarðsamband, en lifa ekki í draumórum um byltingu öreiganna og skjálfandi borgarastétt. Nú er niðursveifla í þjóðfélaginu, fyrirtæki standa ekki jafn vel og áður og eru að draga saman seglin. Þau mega ekki við stórauknum launakostnaði. Aukin hætta er á að verðbólgan fari á skrið, nokkuð sem almenningur má vart hugsa til. Staðan er ofurviðkvæm, eins og flestum er ljóst. Samt ekki verkalýðshreyfingunni. Því miður ber á því að hún hafi mun meiri áhuga á að fara með frasa úr Kommúnistaávarpinu en sýna ábyrgð í kröfugerðum sínum. Þannig er úr hennar ranni hvað eftir annað talað af fyrirlitningu um borgarastétt og atvinnurekendur. Þetta er talsmáti gamals tíma sem runnið hefur sitt skeið. Ekki verður annað séð en að verkalýðsforingjarnir séu að eyða mikilli orku í tilraun til að vekja upp vofu kommúnismans, sem fólkið í landinu hefur engan áhuga á að leggja lag sitt við. Það er óskandi að verkalýðsleiðtogar landsins átti sig á því að þjóðin er ekki á hnjánum grátbiðjandi um sósíalisma. Þeir eiga að hætta að stunda gamaldags baráttuaðferðir sem felast í því að skilgreina atvinnurekendur sem óvini fólksins. Þeir eru það ekki. Tilraunir til að koma á stéttastríði munu ekki takast. Almenningur er skynsamari en svo að hann láti etja sér út í slíkt. Með því er ekki sagt að allt sé í himnalagi í íslensku þjóðfélagi. Það er ólíðandi að stór hópur fólks geti ekki keypt sér húsnæði og þurfi að sætta sig við að borga okurleigu í hverjum mánuði. Sömuleiðis er fólki ætlað að sætta sig við að vextir í landinu eru alltof háir. Óþolandi er svo að horfa upp á fólk, sem er á himinháum launum, taka sér ofurbónusa án þess að blikna. Þar fer lítið fyrir samfélagsábyrgð en græðgin og skortur á sómakennd fer ekki framhjá neinum. Hið sameiginlega markmið allra, þar á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, hlýtur að vera að verðbólgudraugurinn fari ekki á stjá með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning í landinu. Sömuleiðis að atvinnuleysi fari ekki vaxandi. Í þessum málum hefur verkalýðshreyfingin ekki efni á að sýna kæruleysi, en því miður virðist hún einmitt vera að koma sér í þær stellingar. Hún setur fram óraunhæfar kröfur og ætlar í ofsafengið stéttastríð. Tilgangurinn virðist vera að valda sem mestum usla í þjóðfélaginu. Vitanlega er þjóðin ekki spurð hvað hún vill. Hinir byltingarsinnuðu verkalýðsleiðtogar eru svo sannfærðir um málstaðinn að þeim er nákvæmlega sama um vilja hennar. Satt best að segja verður ekki séð að hin nýja verkalýðsforysta sé að vinna þjóðinni mikið gagn.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun