Stórt skref Anthony Smith í átt að titlinum Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. október 2018 06:27 Vísir/Getty UFC var með bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Anthony Smith sigra Volkan Oezdemir í 3. lotu. Anthony Smith hefur lengst af barist í millivigt á ferli sínum í UFC. Fyrr á árinu ákvað Smith að færa sig upp um flokk og er nú ansi nálægt titilbardaga í léttþungavigt. Bardaginn gegn Volkan Oezdemir var nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Svisslendingurinn Oezdemir byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Oezdemir beitti þungum lágspörkum og náði að taka Smith niður í 2. lotu. Smith sýndi ekki merkilega takta í gólfinu og var Oezdemir með bardagann í sínum höndum. Í 3. lotu virkaði Smith þreyttur en á sama tíma eins og hann væri að detta í gang. Smith er þekktur fyrir að vera lengi af stað og náði hann nokkrum góðum höggum inn á fyrstu mínútum lotunnar. Smith náði að koma Oezdemir tvisvar niður í lotunni en í seinna skiptið tókst honum að halda Oezdemir betur niðri. Smith vann vel í gólfinu og sótti í henginguna en Oezdemir varðist ágætlega. Smith náði loksins að læsa hengingunni almennilega í lok lotunnar og þurfti Oezdemir að tappa út þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af lotunni eftir „rear naked choke“. Með sigrinum er Smith kominn ansi nálægt titilbardaga en fyrir ári síðan (á meðan hann var í millivigt) var fátt sem benti til þess að Anthony Smith myndi nokkurn tímann vera nálægt titilbardaga. Michael Johnson sigraði svo Artem Lobov í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var þetta þriðja tapið í röð hjá Lobov. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Anthony Smith sigra Volkan Oezdemir í 3. lotu. Anthony Smith hefur lengst af barist í millivigt á ferli sínum í UFC. Fyrr á árinu ákvað Smith að færa sig upp um flokk og er nú ansi nálægt titilbardaga í léttþungavigt. Bardaginn gegn Volkan Oezdemir var nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Svisslendingurinn Oezdemir byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Oezdemir beitti þungum lágspörkum og náði að taka Smith niður í 2. lotu. Smith sýndi ekki merkilega takta í gólfinu og var Oezdemir með bardagann í sínum höndum. Í 3. lotu virkaði Smith þreyttur en á sama tíma eins og hann væri að detta í gang. Smith er þekktur fyrir að vera lengi af stað og náði hann nokkrum góðum höggum inn á fyrstu mínútum lotunnar. Smith náði að koma Oezdemir tvisvar niður í lotunni en í seinna skiptið tókst honum að halda Oezdemir betur niðri. Smith vann vel í gólfinu og sótti í henginguna en Oezdemir varðist ágætlega. Smith náði loksins að læsa hengingunni almennilega í lok lotunnar og þurfti Oezdemir að tappa út þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af lotunni eftir „rear naked choke“. Með sigrinum er Smith kominn ansi nálægt titilbardaga en fyrir ári síðan (á meðan hann var í millivigt) var fátt sem benti til þess að Anthony Smith myndi nokkurn tímann vera nálægt titilbardaga. Michael Johnson sigraði svo Artem Lobov í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var þetta þriðja tapið í röð hjá Lobov. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Sjá meira
Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01