Fótbolti

Klopp: Nú getum við hætt að tala um Salah

Fimmtugasta markið kom úr vítaspyrnu
Fimmtugasta markið kom úr vítaspyrnu vísir/getty
Mohamed Salah gerði sitt fimmtugasta mark fyrir Liverpool í gær þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Liverpool á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Meistaradeild Evrópu.

Salah, sem átti frábært fyrsta tímabil með Liverpool og virtist ekki geta hætt að skora, hefur ekki byrjað þetta tímabil eins vel og ekki skorað eins grimmt.

„Það er gott að núna getum við hætt að tala um þetta,“ sagði knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp eftir leikinn spurður út í Salah og stöðuna á honum.

„Ég efaðist ekki um hann, hann efaðist ekki um sjálfan sig, en ef maður er endalaust spurður út í þetta þá ferðu að hugsa að það sé eitthvað að.“

„Maður á ekki að vera stanslaust að hugsa um hvernig maður geti skorað næst. Mörkin koma þegar þú leggur hart að þér, ert í réttu svæðunum, ef liðsfélagarnir sjá þig á réttum augnablikum og þú hleypur réttu hlaupin.“

Salah sló met þegar hann skoraði fimmtugasta markið. Enginn leikmaður Liverpool hefur náð 50 mörkum svo fljótt, en Salah gerði þau í 65 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×