"Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 17:30 Karítas Mörtudóttir Bjarkadóttir flutti þrjú ljóð. Vísir/Vilhelm Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag og gáfu margir vinnustaðir konum frí til þess að mæta á Arnarhól og aðra staði þar sem baráttufundir voru haldnir. Kjörorð kvennafrídagsins þetta árið er Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sá fjölmennasti var á Arnarhól þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir fluttu ávörp en Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir stýrðu fundinum. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ var meðal þess sem kom fram í máli Sólveigar Önnu sem sagðist innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók sér frí ásamt starfsfólki ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm„Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. Áslaug Thelma, sem sagt var upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum ávarpaði einnig fundinn þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook.Sólveig Anna JónsdóttirVísir/VilhelmÍ ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis.„Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma.Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/Vilhelm„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma.Arnarhóll var þéttsetinn.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag og gáfu margir vinnustaðir konum frí til þess að mæta á Arnarhól og aðra staði þar sem baráttufundir voru haldnir. Kjörorð kvennafrídagsins þetta árið er Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sá fjölmennasti var á Arnarhól þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir fluttu ávörp en Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir stýrðu fundinum. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ var meðal þess sem kom fram í máli Sólveigar Önnu sem sagðist innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók sér frí ásamt starfsfólki ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm„Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. Áslaug Thelma, sem sagt var upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum ávarpaði einnig fundinn þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook.Sólveig Anna JónsdóttirVísir/VilhelmÍ ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis.„Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma.Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/Vilhelm„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma.Arnarhóll var þéttsetinn.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45
„Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05