Stærðarmunur á þolanda og ákærða svo mikill að ekki var fallist á nauðvörn Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2018 13:34 Héraðsdómur Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur. Dómsmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur.
Dómsmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira