Ungir drengir „fá sér í haus“ um hábjartan dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2018 08:58 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Fréttablaðið/Pjetur Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs - gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, skorar á foreldra í vesturbænum að setjast niður með börnum sínum og ræða grasreykingar. Ástæðan er sú að Heimi Birni blöskrar sú aukning sem orðið hefur á reykingum í kirkjugarðinum undanfarna daga. „Ágætu nágrannar. Sem umsjónarmaður með Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um grasneyslu í garðinum og ég fundið ummerki um slíka neyslu. En nú bregður svo við að frá því um áramótin síðustu hefur þetta margfaldast,“ segir Heimir Björn í ábendingu til foreldra í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnast það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál.“Mikil áhætta Skúli Magnússon héraðsdómari spyr í grein í Fréttablaðinu í dag hvort íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára viti hvaða áhættu þeir taki með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? „Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki?“ Skúli segir það hljóta að vera algera lágmarkskröfu að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri sé vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Mikill fjöldi lögræðissviptingarmálum fyrir héraðsdómi tengist neyslu kannabis frá ungra drengja. Börn og uppeldi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs - gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, skorar á foreldra í vesturbænum að setjast niður með börnum sínum og ræða grasreykingar. Ástæðan er sú að Heimi Birni blöskrar sú aukning sem orðið hefur á reykingum í kirkjugarðinum undanfarna daga. „Ágætu nágrannar. Sem umsjónarmaður með Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um grasneyslu í garðinum og ég fundið ummerki um slíka neyslu. En nú bregður svo við að frá því um áramótin síðustu hefur þetta margfaldast,“ segir Heimir Björn í ábendingu til foreldra í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnast það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál.“Mikil áhætta Skúli Magnússon héraðsdómari spyr í grein í Fréttablaðinu í dag hvort íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára viti hvaða áhættu þeir taki með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? „Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki?“ Skúli segir það hljóta að vera algera lágmarkskröfu að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri sé vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Mikill fjöldi lögræðissviptingarmálum fyrir héraðsdómi tengist neyslu kannabis frá ungra drengja.
Börn og uppeldi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira