Erlent

Krefjast þess að ítölsk yfirvöld endurskoði fjárlög

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu.
Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Alessia Pierdomenico
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins krefst þess að yfirvöld á Ítalíu endurskoði fjárlög landsins og leggi fram nýrra og raunsærra frumvarp.

Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin grípur til þessa ráðs gagnvart aðildarríki ESB en í Brussel hafa menn áhyggjur af því að fjárlögin, sem gera ráð fyrir auknum ríkisútgjöldum, hafi alvarleg neikvæð áhrif á efnahag landsins, sem ekki var mjög burðugur fyrir sökum slæmrar skuldastöðu.

Popúlistaflokkarnir sem eru við völd á Ítalíu höfðu lofað stórauknum útgjöldum í kosningabaráttunni og sást það á fjárlagagerðinni eftir kosningar. Á meðal þess stendur til að gera á Ítalíu er að greiða atvinnulausum fasta mánaðargreiðslu, lækka eftirlaunaaldurinn að nýju og lækka skatta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×