Blake Griffin átti magnaðan leik í liði Pistons; skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hann var allt í öllu, bæði á lokasekúndum venjulegs leiktíma og á lokasekúndum framlengingarinnar en Pistons vann með minnsta mun eftir framlengingu, 133-132.
Helstu atvik leiksins má sjá neðst í fréttinni en Pistons er enn taplaust eftir þrjá leiki.
New Orleans Pelicans vann einnig sinn þriðja leik í nótt þegar þeir fengu Los Angeles Clippers í heimsókn. Anthony Davis atkvæðamestur eins og stundum áður með 34 stig og 13 fráköst.
Þá vann Denver Nuggets fjórða leik sinn í röð þegar liðið fékk Sacramento Kings í heimsókn. Lokatölur 126-112 en átta leikmenn Nuggets skoruðu yfir 10 stig í leiknum. Stigahæstur var Jamal Murray með 19 stig.
Úrslit næturinnar
Detroit Pistons 133-132 Philadelphia 76ers
New Orleans Pelicans 116-109 Los Angeles Clippers
Denver Nuggets 126-112 Sacramento Kings