Fótbolti

Svona leit El Clasico án Ronaldo og Messi út síðast

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Messi er handleggsbrotinn og Ronaldo farinn frá Real
Messi er handleggsbrotinn og Ronaldo farinn frá Real vísir/getty
Það verður skrýtin stemning þegar tvö stærstu lið spænska boltans, Barcelona og Real Madrid, leiða saman hesta sína næstkomandi laugardag og hætt við að einhverjum kunni að þykja leikurinn frekar tómlegur miðað við undanfarin ár.

Leikir á milli liðanna ganga iðulega undir viðurnefninu El Clasico og er þeirra jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu.

Á síðustu árum hefur það ekki slegið á spennustigið að leikirnir hafa um leið verið einvígi tveggja bestu fótboltamanna heims, Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Lionel Messi hjá Barcelona.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er sá fyrrnefndi horfinn á braut og genginn í raðir Juventus og því viðbúið að El Clasico yrði ekki lengur einvígi þeirra félaga en í ljósi frétta gærkvöldsins mun hvorugur þeirra taka þátt í leiknum og er það í fyrsta skipti síðan í desember 2007 að hvorki Ronaldo eða Messi sé á meðal leikmanna í þessum risaslag.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin litu út þá en leiknum lauk með 0-1 sigri Real Madrid þar sem Julio Baptista gerði eina mark leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×