Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2018 21:45 Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifsson, bændur á Húsafelli, við lón Urðarfellsvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda: Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda:
Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30