Ráðherra vill leyfa böll og bingó á helgidögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. október 2018 06:15 Vantrú hefur staðið fyrir bingói á föstudaginn langa. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNRáðherrann segir að með lögunum sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heimilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönnum dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNRáðherrann segir að með lögunum sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heimilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönnum dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira