Fólk sem gerir ómerkilega hluti Haukur Örn Birgisson skrifar 30. október 2018 07:00 Áður fyrr voru samskipti kynjanna einfaldari og maður hafði færri leiðir til að tjá sig. Ef enginn svaraði í heimasímann þá prófaði maður bara aftur daginn eftir. Smáskilaboðin voru skrifuð á miða, sem var svo látinn ganga um kennslustofuna. Ástarbréfinu var laumað ofan í skólatöskuna og kveðjunni var svo fylgt eftir í útvarpinu um kvöldið. Þótt samfélagsmiðlar hafi að mörgu leyti fært okkur nær hvert öðru þá hafa þeir einnig kynt undir ágreiningi og verið gróðrarstía hatrammra orðaskipta. Ég er ekki frá því að með tilkomu þeirra hafi samskipti fólks hreinlega beðið skipbrot. Sérstakar spjallsíður eru nú settar upp í þeim eina tilgangi að hæðast að hinu kyninu og svívirðingunum er gefinn laus taumurinn. Af umræðunum er ekki annað að sjá en til séu tvær tegundir fólks – karlar og konur. Þetta eru svarnir andstæðingar sem heyja blóðuga baráttu á hverjum degi – allir skulu berjast áfram þar til annað kynið stendur eftir, sigri hrósandi. Ég velti því fyrir mér hvort fólkinu, sem þarna kemur saman, finnist hegðun sín vera til eftirbreytni. Hvort það telji sig vera fyrirmyndir barna sinna – sem er alltaf fínn mælikvarði á eigin hegðun. Í minningunni voru samskipti fólks vandaðri og ég minnist þess ekki að fólk hafi haft sömu þörf fyrir að koma rætinni hugsun á framfæri. Ef maður hafði ekkert gott að segja þá sleppti maður því bara. Það nennti enginn að leggja sig fram við að svívirða aðra. Ekki veit ég hvort þessu fólki hefur fjölgað eða hvort samfélagsmiðlarnir hafa kallað það fram úr fylgsnum sínum. Hvort sem er, þá er þetta fólk ekki að gera merkilega hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Áður fyrr voru samskipti kynjanna einfaldari og maður hafði færri leiðir til að tjá sig. Ef enginn svaraði í heimasímann þá prófaði maður bara aftur daginn eftir. Smáskilaboðin voru skrifuð á miða, sem var svo látinn ganga um kennslustofuna. Ástarbréfinu var laumað ofan í skólatöskuna og kveðjunni var svo fylgt eftir í útvarpinu um kvöldið. Þótt samfélagsmiðlar hafi að mörgu leyti fært okkur nær hvert öðru þá hafa þeir einnig kynt undir ágreiningi og verið gróðrarstía hatrammra orðaskipta. Ég er ekki frá því að með tilkomu þeirra hafi samskipti fólks hreinlega beðið skipbrot. Sérstakar spjallsíður eru nú settar upp í þeim eina tilgangi að hæðast að hinu kyninu og svívirðingunum er gefinn laus taumurinn. Af umræðunum er ekki annað að sjá en til séu tvær tegundir fólks – karlar og konur. Þetta eru svarnir andstæðingar sem heyja blóðuga baráttu á hverjum degi – allir skulu berjast áfram þar til annað kynið stendur eftir, sigri hrósandi. Ég velti því fyrir mér hvort fólkinu, sem þarna kemur saman, finnist hegðun sín vera til eftirbreytni. Hvort það telji sig vera fyrirmyndir barna sinna – sem er alltaf fínn mælikvarði á eigin hegðun. Í minningunni voru samskipti fólks vandaðri og ég minnist þess ekki að fólk hafi haft sömu þörf fyrir að koma rætinni hugsun á framfæri. Ef maður hafði ekkert gott að segja þá sleppti maður því bara. Það nennti enginn að leggja sig fram við að svívirða aðra. Ekki veit ég hvort þessu fólki hefur fjölgað eða hvort samfélagsmiðlarnir hafa kallað það fram úr fylgsnum sínum. Hvort sem er, þá er þetta fólk ekki að gera merkilega hluti.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar