Hið opinbera komi til móts við kostnað vegna GDPR Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 14:48 Ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd, General Data Protection Regulation, tók gildi á þessu ári. Getty/nicoelnino Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“ Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“
Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00