Savannah Brinson er eiginkona LeBron James en þau eru búin að vera saman síðan í menntaskóla og taka hvort annað ekkert alltof alvarlega.
Savannah leyfði sér þannig að gera aðeins grín að kappanum á samfélagsmiðlum.
„Það lítur bara út fyrir að þú ætlir að skoppa hérna út,“ segir Savannah Brinson í léttum tón þegar LeBron James birtist í náttfötunum sem eru sannkölluð körfuboltanáttföt.
LEBRON WHY?!?!
(via mrs_savannahrj | Instagram) pic.twitter.com/hgoJqCMVfm
— Yahoo Sports (@YahooSports) November 6, 2018
LeBron James og Savannah Brinson eiga þrjú börn saman, tvo eldri stráka og svo litla stelpu sem er augljóslega augasteinn pabba síns.