Innlent

Gaf stjórn skýrslu um fréttaflutning

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR.
„Tilefnið var ærið,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sem mætti á síðasta stjórnarfund fyrirtækisins og fór yfir fjölmiðlaumfjöllun um OR í september og október.

Aðspurður segir Eiríkur ekki óalgengt að stjórnin fari yfir fréttaflutning af fyrirtækinu. Að þessu sinni hafi verið farið yfir mál sem tengdust atburðum sem urðu í september. Þá var framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis OR, sagt upp störfum vegna „óviðeigandi framkomu“ í garð samstarfsmanna. Forstjóri OR er í leyfi á meðan gerð er úttekt á þessum málaflokki í samstæðunni.

Eiríkur segir ekki ljóst hvenær úttektinni lýkur. Gert hafi verið ráð fyrir að það yrði í fyrri hluta þessa mánaðar.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×