Hver er réttur fósturs/barns? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun