Að bera fólk út af biðlistum? Kári Stefánsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun