Allir að róa sig Guðmundur Steingrímsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun