Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 93-86 | Meistararnir kláruðu Stólana Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 2. nóvember 2018 23:00 Julian var öflugur í kvöld. vísir/daníel KR stoppuðu í kvöld sigurgöngu Tindastóls í Dominos deild karla. Fyrir leikinn voru Skagfirðingarnir ekki búnir að tapa leik og voru í toppsæti deildarinnar. KR komust yfir snemma í leiknum og þrátt fyrir nokkur sterk áhlaup frá Stólunum þá voru þeir yfir allan seinni hálfleikinn. KR voru yfir 48-40 eftir kaflaskiptann fyrri hálfleik. KR skoruðu 11 stig í röð í lok hálfleiksins sem gaf þeim gott forskot. Skagfirðingarnir reyndu eins og þeir gátu að ná forystunni af KR í seinni hálfleik en náðu því aldrei. Þeir náðu á lokamínútunni að minnka muninn niður í þrjú stig en þá steig Jón Arnór upp og lokaði leiknum fyrir KR.Af hverju vann KR? Þeir náðu sér í ágætisforystu í lok fyrri hálfleiks og voru yfir restina af leiknum. Tindastóll voru oft nálægt því að jafna en það var erfitt fyrir þá að vera alltaf að elta og KR náðu alltaf að slá þá frá sér þegar þeir nálguðust þá. Í svona jöfnum leik þá munar um hvert einasta stig, KR hittu úr 23 af 25 vítaskotum á meðan Tindastóll hittu einungis af 17 af 25 vítaskotum.Hverjir stóðu upp úr? Jón Arnór Stefánsson minnti fólk á það að hann er einn af bestu körfuboltamönnum Íslandssögunnar í kvöld. Alltaf þegar KR þurfti körfu gátu þeir leitað til hans. Hann setti oftar en ekki gott fordæmi varnarlega. Dino Stipcic skoraði ekki körfu utan af velli í kvöld en gerði samt gríðarlega mikið fyrir KR-liðið. Hann spilaði flotta vörn og lætur boltann ganga vel í sóknarleiknum. Julian Boyd átti flottan fyrri hálfleik sóknarlega en hvarf smá í þriðja leikhluta, setti samt niður mikilvægar körfur í lok leiks. Urald King missti út nánast heilan leikhluta í kvöld útaf villu vandræðum en annars var hann frábær. Það er spurning hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði getað spilað allan leikinn. Hann bindur saman varnarleikinn og tekur vel til sín sóknarlega þegar hann þarf.Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýtingin í þessum leik var alls ekki góð. KR með 27% og Tindastóll með 21% sjaldgjæft hjá liðum svona góða skotmenn. KR voru mjög nálægt því að bókstaflega kasta leiknum frá sér með 5 tapaða bolta í fjórða leikhluta. Fjórir af þeim voru á seinustu þremur mínútum leiksins, það er erfitt að vinna á móti liði eins og Tindastól með svona tölfræði. Bæði lið voru með asnalegar villur út um allan völl og hleyptu hvor öðru á vítalínuna 25 sinnum. Haustbragur á varnarleiknum hjá báðum liðum.Hvað gerist næst? KR spila útileik við Álftanes í bikarnum á sunnudaginn. Skagfirðingarnir fara til Sandgerðis í hádeginu á morgun og spila við Reyni.Brynjar í baráttu við sinn gamla samherja, Sigurð Þorvaldsson.vísir/daníelBrynjar: Þeir vildu þetta miklu meira Tindastóll tapaði í fyrsta skipti á þessum tímabili í Dominos deild karla þegar þeir heimsóttu KR. Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls var að spila á móti KR í fyrsta skipti í Íslandsmótinu en hann hefur safnað titlum í Vesturbænum síðan hann var í grunnskóla. „Auðvitað svekkjandi að tapa en ef við lítum á leikinn þá vorum að gera alltof mikið af mistökum. Bæði varnarlega og sóknarlega. Á erfiðum útivelli eins og í KR-heimilinu þá getum við ekki gert svona mikið af mistökum.” Hvernig var tilfinningin að vera á útivelli í kvöld? „Það er bara gaman, það er öðruvísi tilfinning. Það er gaman að spila fyrir framan bæði KRinga og svo Skagfirðingana, þeir styðja vel við liðið og gerðu það í kvöld. Þeir mæta á útileiki líka sem er hrikalega gaman.” Eins og Vísir greindi frá í vikunni fer Urald King í fæðingarorlof í mánuðinum og verður ekki með liðinu í samtals tvo mánuði. „Það er bara verkefni sem við þurfum að tækla en auðvitað er þetta ekki óskastaða að missa hann út þar sem það sást alveg í kvöld að við þurfum að vinna í mikið af hlutum. Það er alveg sárt að missa hann í það.” Tindastól gekk illa allan leikinn í að ná varnarfráköstum, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem KR náðu í 11 sóknarfráköst. „Þeir vildu þetta miklu meira, þeir fóru á eftir boltanum, voru miklu ákveðnari og voru komnir með ellefu sóknarfráköst í fyrri hálfleik." „Skoruðu fimmtán stig útaf þeim. Þeir skoruðu bara 48 stig í fyrri hálfleik svo ef við hefðum getað tekið þessi stig út hefði vörnin verið góð. Við verðum að stíga út.”Jón Arnór var frábær í kvöld. Hér er hann í baráttunni við Helga Rafn.vísir/daníelJón Arnór: Við erum ekki á sömu blaðsíðu Hvað skóp sigurinn fyrir þig í kvöld? „Trúin á að við gætum unnið þá. Við áttum að vera miklu fleiri stigum yfir mér fannst við vera að spila svona tiltölulega vel en alltof mikið einbeitingarleysi á köflum þar sem við vorum að gera ranga hluti.“ „Það fer mikið í taugarnar á mér og við erum að vinna í þessu og við þurfum bara að gera betur. Við erum að gleyma okkur alltof of oft í vörninni. “ „Við erum ekki á sömu blaðsíðu og við þurfum að bæta okkur ef við ætlum að einhvern séns á að vinna einhverja leiki í vetur.” Hvernig var að spila á móti þínum fyrrum liðsfélaga Brynjari? „Bara óksöp venjulegt. Þetta er fyrst og fremst gaman. Þetta er mikil áskorun fyrir hann að fara norður og spila fyrir nýtt félag.“ „Ég samgleðst honum mikið, hann er í mjög góðu standi. Lítur mjög vel út og er að spila í mjög góðu liði. Þetta er bara frábært tækifæri fyrir hann að fá að sanna sig einhversstaðar annars staðar.” Dominos-deild karla
KR stoppuðu í kvöld sigurgöngu Tindastóls í Dominos deild karla. Fyrir leikinn voru Skagfirðingarnir ekki búnir að tapa leik og voru í toppsæti deildarinnar. KR komust yfir snemma í leiknum og þrátt fyrir nokkur sterk áhlaup frá Stólunum þá voru þeir yfir allan seinni hálfleikinn. KR voru yfir 48-40 eftir kaflaskiptann fyrri hálfleik. KR skoruðu 11 stig í röð í lok hálfleiksins sem gaf þeim gott forskot. Skagfirðingarnir reyndu eins og þeir gátu að ná forystunni af KR í seinni hálfleik en náðu því aldrei. Þeir náðu á lokamínútunni að minnka muninn niður í þrjú stig en þá steig Jón Arnór upp og lokaði leiknum fyrir KR.Af hverju vann KR? Þeir náðu sér í ágætisforystu í lok fyrri hálfleiks og voru yfir restina af leiknum. Tindastóll voru oft nálægt því að jafna en það var erfitt fyrir þá að vera alltaf að elta og KR náðu alltaf að slá þá frá sér þegar þeir nálguðust þá. Í svona jöfnum leik þá munar um hvert einasta stig, KR hittu úr 23 af 25 vítaskotum á meðan Tindastóll hittu einungis af 17 af 25 vítaskotum.Hverjir stóðu upp úr? Jón Arnór Stefánsson minnti fólk á það að hann er einn af bestu körfuboltamönnum Íslandssögunnar í kvöld. Alltaf þegar KR þurfti körfu gátu þeir leitað til hans. Hann setti oftar en ekki gott fordæmi varnarlega. Dino Stipcic skoraði ekki körfu utan af velli í kvöld en gerði samt gríðarlega mikið fyrir KR-liðið. Hann spilaði flotta vörn og lætur boltann ganga vel í sóknarleiknum. Julian Boyd átti flottan fyrri hálfleik sóknarlega en hvarf smá í þriðja leikhluta, setti samt niður mikilvægar körfur í lok leiks. Urald King missti út nánast heilan leikhluta í kvöld útaf villu vandræðum en annars var hann frábær. Það er spurning hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði getað spilað allan leikinn. Hann bindur saman varnarleikinn og tekur vel til sín sóknarlega þegar hann þarf.Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýtingin í þessum leik var alls ekki góð. KR með 27% og Tindastóll með 21% sjaldgjæft hjá liðum svona góða skotmenn. KR voru mjög nálægt því að bókstaflega kasta leiknum frá sér með 5 tapaða bolta í fjórða leikhluta. Fjórir af þeim voru á seinustu þremur mínútum leiksins, það er erfitt að vinna á móti liði eins og Tindastól með svona tölfræði. Bæði lið voru með asnalegar villur út um allan völl og hleyptu hvor öðru á vítalínuna 25 sinnum. Haustbragur á varnarleiknum hjá báðum liðum.Hvað gerist næst? KR spila útileik við Álftanes í bikarnum á sunnudaginn. Skagfirðingarnir fara til Sandgerðis í hádeginu á morgun og spila við Reyni.Brynjar í baráttu við sinn gamla samherja, Sigurð Þorvaldsson.vísir/daníelBrynjar: Þeir vildu þetta miklu meira Tindastóll tapaði í fyrsta skipti á þessum tímabili í Dominos deild karla þegar þeir heimsóttu KR. Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls var að spila á móti KR í fyrsta skipti í Íslandsmótinu en hann hefur safnað titlum í Vesturbænum síðan hann var í grunnskóla. „Auðvitað svekkjandi að tapa en ef við lítum á leikinn þá vorum að gera alltof mikið af mistökum. Bæði varnarlega og sóknarlega. Á erfiðum útivelli eins og í KR-heimilinu þá getum við ekki gert svona mikið af mistökum.” Hvernig var tilfinningin að vera á útivelli í kvöld? „Það er bara gaman, það er öðruvísi tilfinning. Það er gaman að spila fyrir framan bæði KRinga og svo Skagfirðingana, þeir styðja vel við liðið og gerðu það í kvöld. Þeir mæta á útileiki líka sem er hrikalega gaman.” Eins og Vísir greindi frá í vikunni fer Urald King í fæðingarorlof í mánuðinum og verður ekki með liðinu í samtals tvo mánuði. „Það er bara verkefni sem við þurfum að tækla en auðvitað er þetta ekki óskastaða að missa hann út þar sem það sást alveg í kvöld að við þurfum að vinna í mikið af hlutum. Það er alveg sárt að missa hann í það.” Tindastól gekk illa allan leikinn í að ná varnarfráköstum, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem KR náðu í 11 sóknarfráköst. „Þeir vildu þetta miklu meira, þeir fóru á eftir boltanum, voru miklu ákveðnari og voru komnir með ellefu sóknarfráköst í fyrri hálfleik." „Skoruðu fimmtán stig útaf þeim. Þeir skoruðu bara 48 stig í fyrri hálfleik svo ef við hefðum getað tekið þessi stig út hefði vörnin verið góð. Við verðum að stíga út.”Jón Arnór var frábær í kvöld. Hér er hann í baráttunni við Helga Rafn.vísir/daníelJón Arnór: Við erum ekki á sömu blaðsíðu Hvað skóp sigurinn fyrir þig í kvöld? „Trúin á að við gætum unnið þá. Við áttum að vera miklu fleiri stigum yfir mér fannst við vera að spila svona tiltölulega vel en alltof mikið einbeitingarleysi á köflum þar sem við vorum að gera ranga hluti.“ „Það fer mikið í taugarnar á mér og við erum að vinna í þessu og við þurfum bara að gera betur. Við erum að gleyma okkur alltof of oft í vörninni. “ „Við erum ekki á sömu blaðsíðu og við þurfum að bæta okkur ef við ætlum að einhvern séns á að vinna einhverja leiki í vetur.” Hvernig var að spila á móti þínum fyrrum liðsfélaga Brynjari? „Bara óksöp venjulegt. Þetta er fyrst og fremst gaman. Þetta er mikil áskorun fyrir hann að fara norður og spila fyrir nýtt félag.“ „Ég samgleðst honum mikið, hann er í mjög góðu standi. Lítur mjög vel út og er að spila í mjög góðu liði. Þetta er bara frábært tækifæri fyrir hann að fá að sanna sig einhversstaðar annars staðar.”
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti