Innlent

Hlutun sæta borgarfulltrúa ekki samþykkt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Forsætisnefnd felldi á fundi sínum í liðinni viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur um að dregið sé í sæti á fundum borgarstjórnar.

Á fundum borgarstjórnar hafa fulltrúar flokka yfirleitt setið í hnapp. Á Alþingi er sá hátturinn hafður á að í upphafi hvers þings er hlutað um sæti þingmanna og ræður tilviljun sætaskipan.

Í greinargerð tillögunnar, sem upphaflega var lögð fyrir í september, segir að slíkt gæti ýtt undir góðan starfsanda innan borgarstjórnar. Um tilraunaverkefni yrði að ræða og stæði það yfir fram að áramótum og yrði síðan kannað að því loknu hvort þessi skipan ætti að vera varanleg.

Á fundi forsætisnefndar í október var skrifstofu borgarstjóra falið að kanna hug kjörinna fulltrúa til tillögunnar. Sú umsögn var lögð fyrir fundinn og tekið mið af því þegar tillagan var felld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×