ClubDub í útrás: Björk mætti á tónleika og heimildarmynd á leiðinni Sylvía Hall skrifar 17. nóvember 2018 16:30 Að sögn strákanna var það mikill heiður þegar þeir fréttu að Björk hefði fylgst með tónleikum þeirra. Vísir/Getty Raftónlistartvíeykið ClubDub sem samanstendur af þeim Aroni Kristni Jónassyni og Brynjari Barkarsyni skaust hratt upp á stjörnuhimininn í sumar þegar þeir gáfu út plötuna sína Juice Menu Vol. 1. Í dag eru þeir með vinsælustu hljómsveitum landsins og komu nýverið fram á Airwaves í fyrsta sinn.Sjá einnig: Margir sem misskilja textann: „Um daginn heyrði ég sækja þetta drug“ Þeir félagarnir komu fram í Silfursölum á föstudeginum við góðar undirtektir tónleikagesta en þó var einn gestur sem vakti meiri athygli en aðrir. Stórstjarnan Björk var mætt til þess að fylgjast með tónleikum strákanna sem kom þeim ánægjulega á óvart hafandi verið að spila á minni tónleikum en margir aðrir á Airwaves.Björk kom og sá ClubDub á Airwaves, rosalegur heiður að fá að flytja tónlistina sína fyrir goðsögn eins og hana, takk fyrir okkur @icelandairwaves — aron kristinn (@aronkristinn) 10 November 2018 „Þegar við vorum búnir að spila kemur einn vina okkar til okkar og segir að Björk hafi verið að horfa á show-ið. Það er rosalegur heiður, ef ég fengi að velja mér einn Íslending til þess að sjá mig spila væri það Björk,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segist þó vera feginn því að hafa fengið fregnirnar eftir tónleikana enda hefðu þeir félagar mögulega verið stressaðari en ella hefðu þeir vitað af henni. „Það er svo súrrealískur draumur þannig séð þegar maður er í stúdíóinu að gera lag sem heitir C3po og svo mætir Björk og horfir á þig syngja um eitthvað vélmenni.“ View this post on Instagramtakk fyrir okkur í bili Dalur - sjáumst aftur í kvöld klukkan 04:00 A post shared by ClubDub (@klubbasigur) on Aug 3, 2018 at 2:22pm PDT Nýtt lag og heimildarmynd á döfinni Þrátt fyrir mikla keyrslu undanfarna mánuði sitja þeir félagar ekki auðum höndum þessa dagana en í lok nóvember munu þeir gefa út nýtt lag í samstarfi við Whyrun en lagið heitir „Pussypower“ og ætti það að gleðja marga aðdáendur. Stærsta verkefnið sem ClubDub vinnur að þessa stundina er þó að leggja lokahönd á heimildarmynd sem þeir hafa unnið að undanfarna mánuði í samstarfi við leikstjórann Vigni Daða þar sem aðdáendur fá innsýn inn í líf og störf hljómsveitarinnar. Hugmyndin kveiknaði í haust þegar þeir voru bókaðir á fjöldann allan af menntaskólaböllum.ClubDub„Við erum búnir að vinna að því að gera heimildarmynd og tókum seinni hluta sumarsins allan upp, þar á meðal þegar við spiluðum á tíu busaböllum,“ segir Aron. Í myndinni verður einnig farið yfir æsku strákanna, hvernig þeirra leiðir lágu saman og einnig rætt við fjölskyldu og vini. Þá stefna þeir á að gefa myndina út í upphafi næsta árs og segir Aron aðdáendur eiga von á góðu en fjöldinn allur af íslensku tónlistarfólki kemur í viðtal í myndinni. „Og Björk, ef þú ert að lesa þessa frétt, þá máttu koma í viðtal.“ Tónlist Tengdar fréttir ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25 Vonarstjörnur íslenskrar raftónlistar gefa út myndband við lagið C3PO Raftónlistartvíeykið ClubDub stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf í sumar og komu þeir félagar fram á Secret Solstice. 1. ágúst 2018 15:45 Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
Raftónlistartvíeykið ClubDub sem samanstendur af þeim Aroni Kristni Jónassyni og Brynjari Barkarsyni skaust hratt upp á stjörnuhimininn í sumar þegar þeir gáfu út plötuna sína Juice Menu Vol. 1. Í dag eru þeir með vinsælustu hljómsveitum landsins og komu nýverið fram á Airwaves í fyrsta sinn.Sjá einnig: Margir sem misskilja textann: „Um daginn heyrði ég sækja þetta drug“ Þeir félagarnir komu fram í Silfursölum á föstudeginum við góðar undirtektir tónleikagesta en þó var einn gestur sem vakti meiri athygli en aðrir. Stórstjarnan Björk var mætt til þess að fylgjast með tónleikum strákanna sem kom þeim ánægjulega á óvart hafandi verið að spila á minni tónleikum en margir aðrir á Airwaves.Björk kom og sá ClubDub á Airwaves, rosalegur heiður að fá að flytja tónlistina sína fyrir goðsögn eins og hana, takk fyrir okkur @icelandairwaves — aron kristinn (@aronkristinn) 10 November 2018 „Þegar við vorum búnir að spila kemur einn vina okkar til okkar og segir að Björk hafi verið að horfa á show-ið. Það er rosalegur heiður, ef ég fengi að velja mér einn Íslending til þess að sjá mig spila væri það Björk,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segist þó vera feginn því að hafa fengið fregnirnar eftir tónleikana enda hefðu þeir félagar mögulega verið stressaðari en ella hefðu þeir vitað af henni. „Það er svo súrrealískur draumur þannig séð þegar maður er í stúdíóinu að gera lag sem heitir C3po og svo mætir Björk og horfir á þig syngja um eitthvað vélmenni.“ View this post on Instagramtakk fyrir okkur í bili Dalur - sjáumst aftur í kvöld klukkan 04:00 A post shared by ClubDub (@klubbasigur) on Aug 3, 2018 at 2:22pm PDT Nýtt lag og heimildarmynd á döfinni Þrátt fyrir mikla keyrslu undanfarna mánuði sitja þeir félagar ekki auðum höndum þessa dagana en í lok nóvember munu þeir gefa út nýtt lag í samstarfi við Whyrun en lagið heitir „Pussypower“ og ætti það að gleðja marga aðdáendur. Stærsta verkefnið sem ClubDub vinnur að þessa stundina er þó að leggja lokahönd á heimildarmynd sem þeir hafa unnið að undanfarna mánuði í samstarfi við leikstjórann Vigni Daða þar sem aðdáendur fá innsýn inn í líf og störf hljómsveitarinnar. Hugmyndin kveiknaði í haust þegar þeir voru bókaðir á fjöldann allan af menntaskólaböllum.ClubDub„Við erum búnir að vinna að því að gera heimildarmynd og tókum seinni hluta sumarsins allan upp, þar á meðal þegar við spiluðum á tíu busaböllum,“ segir Aron. Í myndinni verður einnig farið yfir æsku strákanna, hvernig þeirra leiðir lágu saman og einnig rætt við fjölskyldu og vini. Þá stefna þeir á að gefa myndina út í upphafi næsta árs og segir Aron aðdáendur eiga von á góðu en fjöldinn allur af íslensku tónlistarfólki kemur í viðtal í myndinni. „Og Björk, ef þú ert að lesa þessa frétt, þá máttu koma í viðtal.“
Tónlist Tengdar fréttir ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25 Vonarstjörnur íslenskrar raftónlistar gefa út myndband við lagið C3PO Raftónlistartvíeykið ClubDub stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf í sumar og komu þeir félagar fram á Secret Solstice. 1. ágúst 2018 15:45 Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25
Vonarstjörnur íslenskrar raftónlistar gefa út myndband við lagið C3PO Raftónlistartvíeykið ClubDub stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf í sumar og komu þeir félagar fram á Secret Solstice. 1. ágúst 2018 15:45
Múgæsingur í miðborginni: „Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf“ Hljómsveitin ClubDub vakti mikla athygli í gær fyrir framkomu sína á Secret Solstice ásamt útgáfuhófi á skemmtistaðnum b5. 24. júní 2018 19:15