Ábyrgð óábyrgra Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun