Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður sem er ein af eigendum Skelfiskmarkaðarins. Vísir/Stefán Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins. Heilbrigðismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins.
Heilbrigðismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira