Ferðamenn og 10 milljarða framlag til vegakerfisins Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun