Fasteignagjöld fylgi ekki markaðshækkun fasteigna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerði. Fréttablaðið/Eyþór „Fasteignaverð hefur hækkað mjög skarpt í Hveragerði að undanförnu með þeirri beinu afleiðingu að fasteignamat í bæjarfélaginu hefur hækkað mjög mikið,“ segir bæjarstjórn Hveragerðis sem kveðst vegna þessa hafa ákveðið að lækka álagningarprósentur fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Fasteignamat í Árborg hækkaði að meðaltali um 22 prósent milli ára. Í Facebook-hópi íbúa á Selfossi er nú rætt um að einnig verði að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda þar. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, segir að ekkert hafi enn verið ákveðið um þetta en lækkun prósentunnar hafi þó verið rædd. „Við erum í fjárhagsáætlunarvinnu og fyrri umræða um fjárhagsáætlunina verður í næstu viku. Í áætluninni kemur með annars fram álagningarprósenta fasteignaskatts,“ útskýrir Helgi. „En þetta er alveg inni í umræðunni og ég held að flest sveitarfélög þar sem er svona gígantísk hækkun séu ekki að fara að nýta það til að taka það allt úr vasa íbúanna.“ Í Hveragerði lækkar álagningarprósentan á íbúðarhúsnæði úr 0,40 í 0,36 prósent og lóðarleiga úr 0,9 í 0,75 prósent. Álagningarprósenta á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,60 í 1,5 prósent og lóðarleiga úr 1,7 í 1,5 prósent. „Með þessu er komið til móts við þær miklu hækkanir á gjöldum sem annars hefðu orðið að veruleika,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðis. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Fasteignaverð hefur hækkað mjög skarpt í Hveragerði að undanförnu með þeirri beinu afleiðingu að fasteignamat í bæjarfélaginu hefur hækkað mjög mikið,“ segir bæjarstjórn Hveragerðis sem kveðst vegna þessa hafa ákveðið að lækka álagningarprósentur fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Fasteignamat í Árborg hækkaði að meðaltali um 22 prósent milli ára. Í Facebook-hópi íbúa á Selfossi er nú rætt um að einnig verði að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda þar. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, segir að ekkert hafi enn verið ákveðið um þetta en lækkun prósentunnar hafi þó verið rædd. „Við erum í fjárhagsáætlunarvinnu og fyrri umræða um fjárhagsáætlunina verður í næstu viku. Í áætluninni kemur með annars fram álagningarprósenta fasteignaskatts,“ útskýrir Helgi. „En þetta er alveg inni í umræðunni og ég held að flest sveitarfélög þar sem er svona gígantísk hækkun séu ekki að fara að nýta það til að taka það allt úr vasa íbúanna.“ Í Hveragerði lækkar álagningarprósentan á íbúðarhúsnæði úr 0,40 í 0,36 prósent og lóðarleiga úr 0,9 í 0,75 prósent. Álagningarprósenta á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,60 í 1,5 prósent og lóðarleiga úr 1,7 í 1,5 prósent. „Með þessu er komið til móts við þær miklu hækkanir á gjöldum sem annars hefðu orðið að veruleika,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðis.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira