Veita aukið fjármagn í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 23:55 Madeleine McCann var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007. Vísir/EPA Breska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 150 þúsund pundum aukalega í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Fréttastofa Sky í Bretlandi greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan í Lundúnum hefði ekki yfir nægu fjármagni að ráða til að halda rannsókninni áfram. Var það ljóst í september síðastliðnum og fór lögreglan því fram á aukafjárveitingu frá innanríkisráðuneytinu. Er vonast til að þessi 150 þúsund pund, sem gera um 24 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, dugi til að standa undir rannsókn hvarfsins þar til 31. mars næstkomandi. Sky segir frá því lögreglan hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á hálfs árs fresti. Innanríkisráðuneytisins segist meta það út frá samtölum við lögregluna hvort tilefni sé til aukafjárveitingar vegna rannsóknarinnar sem hefur kostað breska ríkið 11,7 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate.Vísir/EPAMadeleine var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf í portúgalska bænum Praia da Luz þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum árið 2007. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt systkinum tveimur á meðan þeir héldu á veitingastað ásamt vinum sem var í nokkurra tuga metra fjarlægð frá íbúðinni. Portúgalska lögreglan rannsakaði málið en árið 2013 ákvað lögreglan í Lundúnum að hefja eigin rannsókn. Á meðal þess sem hefur verið unnið eftir er að Madeleine hafi verið numin á brott, hún hafi sjálf farið úr íbúðinni eða að hún hafi látið lífið í íbúðinni. Foreldrar hennar, Kate og Gerry McCann, höfðu stöðu sakbornings í Portúgal þar til saksóknari ákvað að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum. Voru foreldrarnir um tíma grunaðir um að hafa reynt að hylma yfir að Madeleine hefði látist af slysförum í íbúðinni. Bretland Madeleine McCann Tengdar fréttir McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25 Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Breska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 150 þúsund pundum aukalega í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Fréttastofa Sky í Bretlandi greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan í Lundúnum hefði ekki yfir nægu fjármagni að ráða til að halda rannsókninni áfram. Var það ljóst í september síðastliðnum og fór lögreglan því fram á aukafjárveitingu frá innanríkisráðuneytinu. Er vonast til að þessi 150 þúsund pund, sem gera um 24 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, dugi til að standa undir rannsókn hvarfsins þar til 31. mars næstkomandi. Sky segir frá því lögreglan hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á hálfs árs fresti. Innanríkisráðuneytisins segist meta það út frá samtölum við lögregluna hvort tilefni sé til aukafjárveitingar vegna rannsóknarinnar sem hefur kostað breska ríkið 11,7 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate.Vísir/EPAMadeleine var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf í portúgalska bænum Praia da Luz þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum árið 2007. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt systkinum tveimur á meðan þeir héldu á veitingastað ásamt vinum sem var í nokkurra tuga metra fjarlægð frá íbúðinni. Portúgalska lögreglan rannsakaði málið en árið 2013 ákvað lögreglan í Lundúnum að hefja eigin rannsókn. Á meðal þess sem hefur verið unnið eftir er að Madeleine hafi verið numin á brott, hún hafi sjálf farið úr íbúðinni eða að hún hafi látið lífið í íbúðinni. Foreldrar hennar, Kate og Gerry McCann, höfðu stöðu sakbornings í Portúgal þar til saksóknari ákvað að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum. Voru foreldrarnir um tíma grunaðir um að hafa reynt að hylma yfir að Madeleine hefði látist af slysförum í íbúðinni.
Bretland Madeleine McCann Tengdar fréttir McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25 Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25
Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30