Burt með krónuna? Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Það kostar víst á fjórðu krónu að framleiða einn krónupening. Samtals eru 119 milljónir slíkra í umferð, sem þýðir að undir sófasessum landsmanna eru hátt í 500 tonn af peningum sem hæpið er að verði nokkru sinni notaðir. Það er erfitt að átta sig á nauðsyn þess að halda hér úti slíkri mynt og sama mætti væntanlega segja um 25 milljónir fimmkalla. En hvað með hitt klinkið og seðlana? Seðlabanki Íslands sendi á dögunum frá sér áhugavert sérrit um rafkrónu þar sem meðal annars er rætt um stöðu reiðufjár á Íslandi. Þar er því haldið fram að þegar horft er fram veginn sé „líklegt að hlutdeild hefðbundins reiðufjár, að minnsta kosti í staðgreiðsluviðskiptum, fari minnkandi.“ Reynsla Dana sýni að börn og aldraðir séu helstu notendur reiðufjár þar í landi en aðrir séu móttækilegri fyrir öðrum greiðsluleiðum. Þetta hljómar alls ekki ólíklegt, en reiðufé er þó ekki einungis greiðslumáti heldur einnig geymslustaður fyrir verðmæti. Fáir geyma sennilega klink í stórum varasjóðum en 82% verðmætis lausafjár hér á landi er í formi 5.000 og 10.000 króna seðla. Reiðufé hefur sína kosti og galla sem sparnaðarform. Vissulega er það í ríkisábyrgð og tiltækt fyrirvaralaust, en það brennur stöðugt upp í verðbólgu og getur glatast. Dagleg notkun reiðufjár í viðskiptum á sennilega styttra eftir en áhugi fólks á að geyma sparifé undir koddanum. Á endanum má þó reikna með að við hættum alfarið að nota reiðufé og þá er spurningin hvað tekur við. Seðlabankinn undirbýr sig með umræðu um rafkrónu sem valkost og það er gott að vita að útgefandi reiðufjár skoði af fullri alvöru hvað taki við. Þegar rætt var um möguleika þess að innkalla 10.000 kr. seðla í fyrra fór allt í háaloft og ýmist var talað um aðgerðina sem nauðsynlega til að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi og örva einkaneyslu eða grófa skerðingu á rétti fólks til að geta átt óskráð viðskipti. Í næstu umferð verður umræðan vonandi yfirvegaðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það kostar víst á fjórðu krónu að framleiða einn krónupening. Samtals eru 119 milljónir slíkra í umferð, sem þýðir að undir sófasessum landsmanna eru hátt í 500 tonn af peningum sem hæpið er að verði nokkru sinni notaðir. Það er erfitt að átta sig á nauðsyn þess að halda hér úti slíkri mynt og sama mætti væntanlega segja um 25 milljónir fimmkalla. En hvað með hitt klinkið og seðlana? Seðlabanki Íslands sendi á dögunum frá sér áhugavert sérrit um rafkrónu þar sem meðal annars er rætt um stöðu reiðufjár á Íslandi. Þar er því haldið fram að þegar horft er fram veginn sé „líklegt að hlutdeild hefðbundins reiðufjár, að minnsta kosti í staðgreiðsluviðskiptum, fari minnkandi.“ Reynsla Dana sýni að börn og aldraðir séu helstu notendur reiðufjár þar í landi en aðrir séu móttækilegri fyrir öðrum greiðsluleiðum. Þetta hljómar alls ekki ólíklegt, en reiðufé er þó ekki einungis greiðslumáti heldur einnig geymslustaður fyrir verðmæti. Fáir geyma sennilega klink í stórum varasjóðum en 82% verðmætis lausafjár hér á landi er í formi 5.000 og 10.000 króna seðla. Reiðufé hefur sína kosti og galla sem sparnaðarform. Vissulega er það í ríkisábyrgð og tiltækt fyrirvaralaust, en það brennur stöðugt upp í verðbólgu og getur glatast. Dagleg notkun reiðufjár í viðskiptum á sennilega styttra eftir en áhugi fólks á að geyma sparifé undir koddanum. Á endanum má þó reikna með að við hættum alfarið að nota reiðufé og þá er spurningin hvað tekur við. Seðlabankinn undirbýr sig með umræðu um rafkrónu sem valkost og það er gott að vita að útgefandi reiðufjár skoði af fullri alvöru hvað taki við. Þegar rætt var um möguleika þess að innkalla 10.000 kr. seðla í fyrra fór allt í háaloft og ýmist var talað um aðgerðina sem nauðsynlega til að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi og örva einkaneyslu eða grófa skerðingu á rétti fólks til að geta átt óskráð viðskipti. Í næstu umferð verður umræðan vonandi yfirvegaðri.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar