Hjón fá milljónir í bætur eftir dramatíska handtöku og gæsluvarðhald Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2018 17:29 Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku hjónin árla morguns fyrir framan börn hjónanna á heimili þeirra í nóvember árið 2016. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem þau sættu í tengslum við rannsókn lögreglu á íkveikju haustið 2016. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Voru þessi fjórir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Voru þau í fjóra daga í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Hæstiréttur taldi lögreglu ekki hafa leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar sem nú væru lausir úr haldi, hefðu framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Dómur í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu féll á fimmtudag. Þar kemur fram að hjónin hafi verið handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni en taldi hana of langt úr hófi, en karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem þau sættu í tengslum við rannsókn lögreglu á íkveikju haustið 2016. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Voru þessi fjórir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Voru þau í fjóra daga í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Hæstiréttur taldi lögreglu ekki hafa leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar sem nú væru lausir úr haldi, hefðu framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Dómur í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu féll á fimmtudag. Þar kemur fram að hjónin hafi verið handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni en taldi hana of langt úr hófi, en karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30
Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46
Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent