Svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að gera liðskiptiaðgerðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 15:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sat fyrir svörum á þingi í dag. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund. Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund.
Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04