Núll Guðmundur Brynjólfsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?). Öll málefni sem varða nokkru verða því látin lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að útiloka vissa jaðarhópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ ég geri mér grein fyrir því að það hafa það ekki allir jafn gott og fólki líður misvel). Pistlar sem þessir eiga ekki að vera ögrandi. Þeir eiga ekki að vekja til umhugsunar og alls ekki hrista upp í neinum (hér er ég ekki að tala um bókstaflega hristingu, ekki um líkamlegt ofbeldi – íslenska tungumálið hefur bara þennan möguleika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken baby syndrome“ sem svo er kallað á útlensku – það er ofbeldi sem ber að fordæma). „Bakþankar“ heita einmitt svo því þar eiga að birtast þankar sem eiga heima bakatil, og fólk á því ekki að leiða hugann að (ég tek fram að þegar ég segi að þankar „eigi heima bakatil“ er ég ekki með neinum hætti að niðra rassa og alls ekki að veitast að þeim sem hafa þá líkamshluta í hávegum (kannski var þetta heldur ekki passandi?)). Þegar ég ákvað að kalla þennan pistil Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að einhver sæi út úr því orði tölustafinn núll, og því um leið farið að túlka það gat með klámfengnum hætti, en ég verð bara að viðurkenna þá dirfsku að ég tók áhættuna og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …). Það er vandlifað – og skrifað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?). Öll málefni sem varða nokkru verða því látin lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að útiloka vissa jaðarhópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ ég geri mér grein fyrir því að það hafa það ekki allir jafn gott og fólki líður misvel). Pistlar sem þessir eiga ekki að vera ögrandi. Þeir eiga ekki að vekja til umhugsunar og alls ekki hrista upp í neinum (hér er ég ekki að tala um bókstaflega hristingu, ekki um líkamlegt ofbeldi – íslenska tungumálið hefur bara þennan möguleika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken baby syndrome“ sem svo er kallað á útlensku – það er ofbeldi sem ber að fordæma). „Bakþankar“ heita einmitt svo því þar eiga að birtast þankar sem eiga heima bakatil, og fólk á því ekki að leiða hugann að (ég tek fram að þegar ég segi að þankar „eigi heima bakatil“ er ég ekki með neinum hætti að niðra rassa og alls ekki að veitast að þeim sem hafa þá líkamshluta í hávegum (kannski var þetta heldur ekki passandi?)). Þegar ég ákvað að kalla þennan pistil Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að einhver sæi út úr því orði tölustafinn núll, og því um leið farið að túlka það gat með klámfengnum hætti, en ég verð bara að viðurkenna þá dirfsku að ég tók áhættuna og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …). Það er vandlifað – og skrifað.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar