Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2018 20:16 Donald Trump undir regnhlíf fyrir utan aðsetur Frakklandsforseta í dag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, aflýsti í morgun fyrirhugaðri heimsókn sinni í Belleau kirkjugarðinn, 85km austur af París, höfuðborgar Frakklands. Forsetinn ásamt eiginkonu sinni átti að mæta á minningarathöfn um þá hermenn Bandaríkjanna sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Washington Post greinir frá.Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu sem í segir að veður hafi komið í veg fyrir heimsókn forsetans. Í stað forsetans var starfsmannastjóri Hvíta hússins, fyrrum hershöfðinginn Jon Kelly, sendur á staðinn ásamt fylgdarliði. Ákvörðun forsetans féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um óvirðingu í garð þeirra sem létu lífið fyrir Bandaríkin í styrjöldinni. Hundrað ár eru liðin frá stríðslokum en 11. nóvember 1918 skrifuðu Bandamenn og Þjóðverjar undir vopnahlé í bænum Compiegne og með því lauk hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra sem gagnrýndu forsetans var breski þingmaðurinn Nicholas Soames, afabarn Winston Churchill.They died with their face to the foe and that pathetic inadequate @realDonaldTrump couldn’t even defy the weather to pay his respects to The Fallen #hesnotfittorepresenthisgreatcountry — Nicholas Soames (@NSoames) November 10, 2018 Samkvæmt Jill Colvin blaðamanni Associated Press hafði verið áætlað að forsetinn færi með þyrlu til minningarathafnarinnar en rigning hafi sett strik í reikninginn, þá hafi eini möguleikinn verið að keyra á staðinn en forsetanum þarf að fylgja mikil bílalest.He was supposed to go by helicopter - but helicopters can't fly in this bad weather. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018The president going would require a very lengthy, unplanned motorcade. Mr and Mrs Kelly and others can drive much more easily. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018 Ákveðið var því að senda starfsmannastjórann Kelly á staðinn en hann þarf ekki slíka bílalest í för með sér.Annars staðar í Frakklandi létu Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veðrið ekki stöðva sig og mættu til athafnar í Compiegne. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mætti einnig til minningarathafnar en kanadískra hermanna var minnst í Vimy í norðurhluta Frakklands.Á morgun, þegar hundrað ár eru liðin frá stríðslokum verða leiðtogarnir fjórir auk á sjöunda tug annara þjóðarleiðtoga viðstaddir athöfn við Sigurbogann í París í tilefni 100 ára frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, aflýsti í morgun fyrirhugaðri heimsókn sinni í Belleau kirkjugarðinn, 85km austur af París, höfuðborgar Frakklands. Forsetinn ásamt eiginkonu sinni átti að mæta á minningarathöfn um þá hermenn Bandaríkjanna sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Washington Post greinir frá.Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu sem í segir að veður hafi komið í veg fyrir heimsókn forsetans. Í stað forsetans var starfsmannastjóri Hvíta hússins, fyrrum hershöfðinginn Jon Kelly, sendur á staðinn ásamt fylgdarliði. Ákvörðun forsetans féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um óvirðingu í garð þeirra sem létu lífið fyrir Bandaríkin í styrjöldinni. Hundrað ár eru liðin frá stríðslokum en 11. nóvember 1918 skrifuðu Bandamenn og Þjóðverjar undir vopnahlé í bænum Compiegne og með því lauk hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra sem gagnrýndu forsetans var breski þingmaðurinn Nicholas Soames, afabarn Winston Churchill.They died with their face to the foe and that pathetic inadequate @realDonaldTrump couldn’t even defy the weather to pay his respects to The Fallen #hesnotfittorepresenthisgreatcountry — Nicholas Soames (@NSoames) November 10, 2018 Samkvæmt Jill Colvin blaðamanni Associated Press hafði verið áætlað að forsetinn færi með þyrlu til minningarathafnarinnar en rigning hafi sett strik í reikninginn, þá hafi eini möguleikinn verið að keyra á staðinn en forsetanum þarf að fylgja mikil bílalest.He was supposed to go by helicopter - but helicopters can't fly in this bad weather. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018The president going would require a very lengthy, unplanned motorcade. Mr and Mrs Kelly and others can drive much more easily. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018 Ákveðið var því að senda starfsmannastjórann Kelly á staðinn en hann þarf ekki slíka bílalest í för með sér.Annars staðar í Frakklandi létu Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veðrið ekki stöðva sig og mættu til athafnar í Compiegne. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mætti einnig til minningarathafnar en kanadískra hermanna var minnst í Vimy í norðurhluta Frakklands.Á morgun, þegar hundrað ár eru liðin frá stríðslokum verða leiðtogarnir fjórir auk á sjöunda tug annara þjóðarleiðtoga viðstaddir athöfn við Sigurbogann í París í tilefni 100 ára frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira