Innlent

Mun fleiri skrá heimagistingu

Sveinn Arnarsson skrifar
Átak í skráningu heimagistingar hef­ur skilað sér.
Átak í skráningu heimagistingar hef­ur skilað sér. Fréttablaðið/Anton Brink
Mikil aukning hefur verið á skráningum heimagistingar það sem af er ári. Heimagistingarvaktin sem er starfrækt af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt 1.860 skráningar á yfirstandandi ári en skráningarnar voru 1.059 á öllu síðasta ári.

Heimagistingarvaktin hefur að undanförnu staðið fyrir vettvangsheimsóknum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Frá miðjum september hefur verið farið í 136 slíkar heimsóknir.

Lögreglan hefur á þessu tímabili stöðvað starfsemi þriggja rekstrarleyfisskyldra gististaða á höfuðborgarsvæðinu og óskað hefur verið eftir rannsókn eða lokun átta gististaða utan höfuðborgarsvæðisins. Átján málum hefur lokið formlega með álagningu stjórnvaldssekta og tugir slíkra mála eru til meðferðar.

Í tilkynningu segist Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, ánægð með árangurinn. „Það er allra hagur að farið sé að lögum við útleigu heimagistingar og það er gleðilegt að átaksverkefni í heimagistingarvakt hefur nú þegar skilað tilætluðum árangri.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×