Niðurfellingin felld niður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2018 08:30 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans Mynd/Tryggvi Már Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins né þau upplýst um fyrirætlaða uppgjöf meirihlutans í hagsmunabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað var í álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjarráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðismenn harma að fulltrúar meirihlutans hefðu fyrirgert rétti sveitarfélagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitarfélög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslustig og það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfellingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meirihlutans furðu sinni á því að bæjarfulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins né þau upplýst um fyrirætlaða uppgjöf meirihlutans í hagsmunabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað var í álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjarráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðismenn harma að fulltrúar meirihlutans hefðu fyrirgert rétti sveitarfélagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitarfélög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslustig og það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfellingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meirihlutans furðu sinni á því að bæjarfulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira