237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 17:11 Starfsmannafundur hófst klukkan 16:15 í dag. vísir/vilhelm 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira