Jón Arnór: Klárt mál að ég tek kveðjuleikinn minn í febrúar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2018 13:00 Jón Arnór Stefánsson. Vísir Ísland mætir Belgíu í forkeppni Evrópumótsins 2021 í Laugardalshöllinni í kvöld og er mikið í húfi í leiknum í kvöld. Ísland verður að vinna til að eiga möguleika á að vinna riðilinn og tryggja sér þar með þátttökurétt í undankeppni mótsins. Jón Arnór Stefánsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með landsliðinu í rúmt ár. „Ég spyr bara, er það svona langt síðan?“ sagði hann í léttum dúr þegar hann var spurður um hvernig honum liði að vera kominn aftur í landsliðið eftir svo langa fjarveru. „Mér líður ekki þannig. Ég hef verið svo lengi í þessu og svo mikið með þessum strákum að mér líður eins og að ég hafi ekki tekið mér neina pásu,“ sagði Jón Arnór við Ástrós Ýri Eggertsdóttur.Klippa: Viðtal við Jón Arnór „En tilfinningin er mjög góð - að hitta alla strákana mína og alla í kringum landsliðið. Mér þykir mjög vænt um alla hér,“ sagði hann enn fremur. Ísland mætir Portúgal í sömu forkeppni í Laugardalshöll þann 21. febrúar á næsta ári. Rætt hefur verið um að það verði kveðjuleikur Jóns Arnórs - hans 100. með landsliðinu. „Ég tek kveðjuleikinn í febrúar, það er alveg klárt mál. Ég hef sagt í einhvern tíma að nú fer þetta að verða gott mðe landsliðinu og það þarf að binda endi á þetta einhvern tímann. Nú eru kynslóðaskipti að eiga sér stað og kominn tími á að aðrir haldi utan um þetta, fórni sér fyrir landsliðið og geri þetta vel.“ Jón Arnór segist í viðtalinu reikna með að mæta mjög sterku belgísku liði sem muni sýna allar sínar bestu hliðar í kvöld. Ísland verður án Martins Hermanssonar sem er skarð fyrir skildi en Martin er meiddur. „Sóknarleikurinn okkar verður stirðari án hans og þurfum við að bæta fyrir það. Við þurfum bara að leita í okkar grunngildi - að berjast og fórna sér. Við sjáum svo hvað gerist.“ Hér fyrir neðan má einnig sjá viðtal Ástrósar Ýrar við Danero Thomas.Klippa: Viðtal við Danero Thomas Körfubolti Tengdar fréttir Bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir íslenska landsliðið Danero Thomas gæti leikið fyrsta heimaleik sinn fyrir íslenska landsliðið á morgun þegar Ísland mætir Belgíu. Hann segist vera afar stoltur og er spenntur að spila fyrir framan fjölskylduna. 28. nóvember 2018 08:30 Megum ekki hika í sóknarleiknum Craig Pedersen á von á erfiðum leik gegn Belgum í dag þar sem þeir mæta með sitt sterkasta lið til leiks. Leikmenn verða að vera tilbúnir að taka af skarið í sókninni. 29. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Ísland mætir Belgíu í forkeppni Evrópumótsins 2021 í Laugardalshöllinni í kvöld og er mikið í húfi í leiknum í kvöld. Ísland verður að vinna til að eiga möguleika á að vinna riðilinn og tryggja sér þar með þátttökurétt í undankeppni mótsins. Jón Arnór Stefánsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með landsliðinu í rúmt ár. „Ég spyr bara, er það svona langt síðan?“ sagði hann í léttum dúr þegar hann var spurður um hvernig honum liði að vera kominn aftur í landsliðið eftir svo langa fjarveru. „Mér líður ekki þannig. Ég hef verið svo lengi í þessu og svo mikið með þessum strákum að mér líður eins og að ég hafi ekki tekið mér neina pásu,“ sagði Jón Arnór við Ástrós Ýri Eggertsdóttur.Klippa: Viðtal við Jón Arnór „En tilfinningin er mjög góð - að hitta alla strákana mína og alla í kringum landsliðið. Mér þykir mjög vænt um alla hér,“ sagði hann enn fremur. Ísland mætir Portúgal í sömu forkeppni í Laugardalshöll þann 21. febrúar á næsta ári. Rætt hefur verið um að það verði kveðjuleikur Jóns Arnórs - hans 100. með landsliðinu. „Ég tek kveðjuleikinn í febrúar, það er alveg klárt mál. Ég hef sagt í einhvern tíma að nú fer þetta að verða gott mðe landsliðinu og það þarf að binda endi á þetta einhvern tímann. Nú eru kynslóðaskipti að eiga sér stað og kominn tími á að aðrir haldi utan um þetta, fórni sér fyrir landsliðið og geri þetta vel.“ Jón Arnór segist í viðtalinu reikna með að mæta mjög sterku belgísku liði sem muni sýna allar sínar bestu hliðar í kvöld. Ísland verður án Martins Hermanssonar sem er skarð fyrir skildi en Martin er meiddur. „Sóknarleikurinn okkar verður stirðari án hans og þurfum við að bæta fyrir það. Við þurfum bara að leita í okkar grunngildi - að berjast og fórna sér. Við sjáum svo hvað gerist.“ Hér fyrir neðan má einnig sjá viðtal Ástrósar Ýrar við Danero Thomas.Klippa: Viðtal við Danero Thomas
Körfubolti Tengdar fréttir Bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir íslenska landsliðið Danero Thomas gæti leikið fyrsta heimaleik sinn fyrir íslenska landsliðið á morgun þegar Ísland mætir Belgíu. Hann segist vera afar stoltur og er spenntur að spila fyrir framan fjölskylduna. 28. nóvember 2018 08:30 Megum ekki hika í sóknarleiknum Craig Pedersen á von á erfiðum leik gegn Belgum í dag þar sem þeir mæta með sitt sterkasta lið til leiks. Leikmenn verða að vera tilbúnir að taka af skarið í sókninni. 29. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir íslenska landsliðið Danero Thomas gæti leikið fyrsta heimaleik sinn fyrir íslenska landsliðið á morgun þegar Ísland mætir Belgíu. Hann segist vera afar stoltur og er spenntur að spila fyrir framan fjölskylduna. 28. nóvember 2018 08:30
Megum ekki hika í sóknarleiknum Craig Pedersen á von á erfiðum leik gegn Belgum í dag þar sem þeir mæta með sitt sterkasta lið til leiks. Leikmenn verða að vera tilbúnir að taka af skarið í sókninni. 29. nóvember 2018 10:00