Afturhald Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun