Afturhald Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun