Innlent

MDE veitir ríkinu þriggja vikna frest

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Fréttablaðið/Anton Brink
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur sent Mannréttindadómstól Evrópu andsvör við greinargerð ríkisins í svokölluðu Landsréttarmáli.

Umkvörtunarefnið varðar dómara við Landsrétt sem Vilhjálmur telur að hefði átt að víkja sæti í máli skjólstæðings síns vegna þess hvernig staðið var að skipun hennar við dóminn.

Málið hefur fengið hraða málsmeðferð í Strassborg og dómurinn veitt aðilum stutta fresti til að skila gögnum. Vilhjálmur sendi andsvör og bótakröfu síðastliðið fimmtudagskvöld og strax á föstudagsmorgun barst ríkislögmanni tölvubréf þar sem frestur var veittur til 14. desember til að bregðast við andsvörum lögmannsins og bótakröfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×